Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Vantar Windows Internals sérfræðinga til að eyða viku í Redmond

http://blogs.msdn.com/ntdebugging/archive/2008/03/21/wanted-windows-internals-subject-matter-experts.aspx

Ef þú hefur áhuga sendu mér línu og ég kem á sambandi.

Wanted: Windows Internals subject matter experts

Microsoft is looking for five Windows Internals subject matter experts to come work on a very special five to eight day project on the Redmond campus during the month of May 2008.  Candidates must have good communications skills, be non Microsoft employees,  have 5+ years experience with windows, be familiar with the Windows Internals book, have kernel and user mode debugging experience, and be C literate.  

We prefer candidates strongly represent the Windows IT Professional or Windows development industry.    These typically would be 2nd or 3rd tier escalation resources or Windows developers (developing Win32 code, or device drivers) that are working for Gold Partners, ISVs or are independent consultants or MVPs.

A Microsoft NDA (Non Disclosure Agreement) will be required.


Tímaferðalög í Windows

Fékk mál til mín í morgun...s.k. Critsit (Business Down).  Critsit þýðir að maður sleppir öllu öðru og vinnur bara í því máli þangað til það er leyst.

Hjá kúnnanum voru 62 DC's, 4 forests, 1 External Black Box sem var notað til að syncha tíma við.

Batteríið á boxinu kláraðist og það resettaði klukkuna til 00:00:00 2002.  Allar vélar í öllum 4 forests fór aftur í tímann til 2002.  Tímaferðalög eru möguleg í Windows Alien

Ok...þeir löguðu það og stilltu klukkuna á réttan tíma, allar vélar í öllum 4 forests synchuð tímann aftur og voru þá komnar aftur til ársins 2008.  Nema að þá neita allir DC's að replikera þar sem að 6 ár eru liðin frá síðustu replikeringu.  Tombstone Lifetime er 180 dagar núorðið, ef þú ferð út fyrir þann ramma þá neita allir aðrir DC's að tala við þig.

2 möguleikar eru í stöðunni;
a) Full Forest recovery, henda öllum nema 1 DC úr hverju domain og keyra restore
b) Setja inn hinn mjög svo skemmtilega og leynilega lykil AllowReplicationWithDivergentAndCorruptPartner, stoppa KDC á öllum non-PDC DC's, endurræsa og keyra reset á Secure Channel með Netdom ResetPWD.

Það sorglega er að það er mjög einfalt að koma í veg fyrir þetta, ef maður notar gildin fyrir hversu stóra breytingu W32Time sættir sig við.  Default er það 0xFFFFFFFF....sem þýðir í kringum 132 ár í plús eða mínus! Grin

Ef maður breytir þessu yfir í hvað sem er minna en 180 dagar þá er maður búinn að koma í veg fyrir vandræði í næsta skipti sem batteríið klárast.

Í Windows 2008 er default stillingin á þessum gildum 2A300, sem er 48 tímar.  Mun skynsamlegra...

 

Configuring the Windows Time service against a large time offset

http://support.microsoft.com/kb/884776

How To Use Netdom.exe to Reset Machine Account Passwords of a Windows 2000/2003 Domain Controller

http://support.microsoft.com/kb/260575


Server Virtualization & USN Rollback

Á TechReady var mikill fókus á Hyper-V (Server Virtualization), sem er þrusugott produkt.

Vandamálið er bara að ef þú notar hluti eins og Snapshot á server sem er netstjóri (Domain Controller) og bakkar aftur í eldra snapshot er nánast öruggt að þú lendir í USN Rollback á þeim server.  Sem þýðir að þú þarft að henda honum og hreins út úr AD með Metadata Cleanup.

USN Rollback þýðir í stuttu máli að hinir netstjórarnir gera sér grein fyrir að þessi netþjónn var nú þegar búinn að senda breytingar í gegnum replication sem hann nú ekki kannast við.  Nokkuð einfölduð mynd að vísu, fyrir SP1 var þetta líka vandamál en það sem gerði það verra var að það var engin lógík sem tékkaði á þessu.  Útkoman varð sú að ákveðnir hlutir hættu að replikera án þess að það hefði áhrif á aðra hluti á sama DC.
Eftir SP1 loggum við NTDS General 2103, sem þýðir USN Rollback.

Það eru til margar leiðir til að koma sér í þetta klandur, t.d. Vmotion frá VMWare, Ghost, ýmis Snapshot afrit, o.fl. OG þetta kemur líka til með að vera eitthvað sem þarf að passa sig á í Hyper-V.

How to detect and recover from USN rollback in Windows Server 2003
http://support.microsoft.com/?id=875495


Hyper-V / Server Virtualization í W2k8

Stjarna TechReady 6 er Hyper-V (Server Virtualization), svar Microsoft við VMWare....nema betra :)

Bill Gates var með síðasta keynote dagsins, með yfirlit yfir hvað Microsoft er að vinna að sem kemur á næstu 5 árum.


Windows Server 2008 er Vista Sp1

Fékk staðfestingu á þessu í gær, kóðinn í Vista SP1 og W2k8 er 100% sá sami.

...sem þýðir að SP2 verður sameiginlegur fyrir Vista og W2k8.


TechReady 6 punktar

- Exchange 2007 SP1 talar ekki við RODC

- Timestamping kemur ekki með W2k8 Certificate Server (mögulega í Windows 7)

+ Dead Gateway detection í W2k8 gerir mögulegt að setja inn 2 Default Gateway og fá failover ef gateway nr.1 hættir að svara

+ LastLogonTimeStamp uppfærist á RWDC þegar RODC loggar inn notanda

+ Hyper-V býður upp á Virtualization á x64 "gestum"

Fyrirlesarinn á keynote dagsins var Michiko Kaku, alveg brjilljant náungi.
www.mkaki.com


Microsoft opnar aðgang að source kóðanum fyrir Windows & Office

Tja, hluta af honum allaveganna.... Open Source hvað?

http://www.microsoft.com/resources/sharedsource/default.mspx

"Afsakið, Herra Mörgæs.... þetta með að Open Source væri verkfæri djöfulsins??? Bara grín!!!"

Is Open Source Secure?
http://www.oreillynet.com/linux/blog/2004/02/is_open_source_secure.html


Active Directory Disaster Recovery punktar

Síðustu daga hafa komið fram nokkrir puntkar varðandi ADDR sem eru þess virði að hafa í huga þegar non-ASCII stafir eru í notkun (t.d. fyrir dreifilista eða aðra hópa).

Í hnotskurn; ef þú hefur eytt út heilu Organizational Unit (OU) með notendum eða grúppum í og þarft að keyra til baka Authoritative Restore, gæti eftirfarandi valdið vandræðum:

1) villa í Replication  Engine (LVR-kóðanum) gerir það að verkum að undir vissum kringumstæðum kemur Group Membership ekki til með að lagfærast við Authoritative Restore.
KB 937855 inniheldur post-SP2 hotfix til að lagfæra þetta, en það sem kemur ekki fram í greininni er að það þarf að setja hotfixið á ALLA DC's og síðan gera annað Authoritative Restore.
Hotfixið eitt og sér kemur bara í veg fyrir vandamálið en breytir engu fyrir replication.
Ég setti inn beiðni um breytingu á 937855 á Resolution hlutanum til að bæta inn Restore hlutanum, tekur yfirleitt nokkra daga að flæða í gegn.

2) villa í NTDSUTIL gerir það að verkum að ef hópanafn inniheldur non-ASCII stafi (t.d. þ, æ eða ö) mun .ldf skráin sem NTDSUTIL spýtir út úr sér við Authoritative Restore ekki virka fyrir þær færslur.
Sjá nánar KB 910823.

Error message when you try to import .ldf files on a computer that is running Windows Server 2003 with Service Pack 1: "Add error on line LineNumber: No such object"
http://support.microsoft.com/?id=910823 

After you restore deleted objects by performing an authoritative restoration on a Windows Server 2003-based domain controller, the linked attributes of some objects are not replicated to the other domain controllers
http://support.microsoft.com/?id=937855


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Arnar Stangeland

Höfundur

Ingólfur Arnar Stangeland
Ingólfur Arnar Stangeland

Íslendingur og Svíi áður í útlegð í Stokkhólmi en nú í Reykjavík.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Laws
  • Laws
  • ...08773_set_a
  • Capture
  • Capture

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 836

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband