29.6.2008 | 08:02
Síðasti dagur Bill Gates
Fékk email frá kallinum á Föstudaginn, hann fer full-time yfir till Bill & Melissa Gates stofnunarinnar á Mánudaginn..
Einhvern veginn finnst mér hann hafa horast núna síðustu árin, ef maður ber saman myndir frá því fyrir nokkrum árum síðan og núna í dag þá munar þónokkrum kílóum í mínus.
Heilbrigt líferni og þjálfun eða eitthvað annað í gangi?
25.6.2008 | 19:52
Laust starf hjá Microsoft PSS í Stokkhólmi
http://members.microsoft.com/careers/international/default.aspx?loc=SWE&lang=EN&job=22688&newapp=0
...kannski tími kominn til að breyta aðeins til og flytja af klakanum í nokkur ár þangað til bankarnir fara aftur að mala gull....eller hur?
5.6.2008 | 10:25
The IKEA Spiral of Doom
Við fjölskyldan fórum í IKEA um daginn....
IKEA hér í Stokkhólmi er hannað þannig að þú tekur rúllustiga upp á topp og svo gangurðu niður í spíral þar sem þú labbar niður allar hæðirnar.
Tilfinningin er eins og að lenda í hringiðu sem sogar þig niður á við þangað til þú ert kominn niður á botn og þá er þér spýtt út um útganginn.
Ég missi yfirleitt lífsviljann c.a. hálfa leið í gegn og svo rekur mig viljalaust áfram þangað til að ég gríp hvað sem er til að reyna að halda í smá geðheilsu. Skiptir ekki máli hvort það er klósettbursti eða lampi....hvað sem er dugar.
Ég kalla þetta:
'The IKEA Spiral of Doom'....Resistance is futile. You will buy....something.
Fer einhver í IKEA án þess að kaupa allaveganna eitthvað?
Tek það fram að meirihlutinn af húsgögnunum hjá okkur er nátturulega IKEA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 06:53
Apple stoppar í 11 öryggisholur í Quicktime fyrir Mac og Windows
T.d. gæti "rétt" samsett myndskeið gefið óprúttnum aðilum stjórn yfir tölvum keyrandi Mac OS X eða Windows.
http://www.securityfocus.com/brief/332
Sjá líka "Apple dreifir vírusum með Ipod"
http://www.securityfocus.com/brief/715
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 08:58
Technet Blogg
Í gær byrjaði ég að blogga á Technet, fókusinn þar verður á vandamálagreiningu í Active Directory og tengdum hlutum.
http://blogs.technet.com/instan/
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 13:12
Stoppað í 10 öryggisholur í Firefox í gær
Þar sem að "Tækni & Vísindi" á mbl.is kemur aldrei til með að minnast neitt á öryggisholur sem ekki tilheyra Windows vil ég benda á að þetta hefur áhrif á Firefox keyrandi á Windows, Linux og jafnvel Mac.
Mest krítísk er uppfærsla sem kemur í veg fyrir þekkt exploit í Javascript sem getur þýtt að Javascript á "slæmri" vefsíðu fær stjórn yfir vélinni.
Sennilega er þetta minnst krítískt fyrir Mac notendur, enginn nennir að skrifa vírusa fyrir Mac
http://www.channelregister.co.uk/2008/03/27/firefox_security_flaws_update/
http://www.mozilla.org/projects/security/known-vulnerabilities.html#firefox2.0.0.13
28.3.2008 | 07:49
5 nýjar öryggisholur í Cisco IOS
Aðallega Denial-of-service hlutir fyrir routera, en eitt eldra frá í Febrúar sem hefur áhrif á Cisco IP phone.
http://www.cisco.com/en/US/products/products_security_advisories_listing.html#advisory
25.3.2008 | 21:48
Maður með handtösku
Í dag var ég á gangi um Smáralindina, nýbúinn að lóðsa einn 3 ára og tvo táninga í Ævintýralandið og sá fram á 90 mínútur af friiiiið og ró og kannski einn Latte.
Þar sem ég gékk í hægðum mínum tók ég eftir því að fólk horfði útundan sér á mig með einhverjum skrýtnum svip.
Ég fór í huganum yfir tékklistann.....
Buxur (x)
Rennilás á buxunum renndur upp (x)
Skór (x)
...svo fattaði ég allt í einu....fólkið var að horfa á handtöskuna sem konan hafði sent mig með, innihaldandi skynsama hluti eins og banana, aukableyjur, asswipes, sólgleraugu og snuð (fyrir neyðartilfelli).
Sennilega er ekki algengt að Íslenskir karlmenn gangi um með stylish Longchamps töskur á arminum. Sem frelsaður 'Småbarnspappa' hef ég hinsvegar tileinkað mér þetta og er kominn með tækni sem gerir mér kleift að halda karlmennskunni um leið....allaveganna einhverju af henni
Galdurinn er hvernig þú heldur á töskunni, verður að vera valdsmannlegt og gefa í skyn að þú sért í raun aðeins að geyma hana fyrir 100% konu sem þú ert að fara að hitta handan við næsta horn.
Bloggar | Breytt 27.3.2008 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2008 | 18:24
BlueRay krackað
Í kjölfar þess að HD-DVD laut i gras fyrir BlueRay koma staðhæfingar frá e-h hópi sem kallar sig SlySoft sem heldur þvi fram að þeir hafi komist framhjá BlueRay læsingunni.
Næstu útgáfur af þekktum afritunarforritum sem þeir gefa út (CloneDVD og AnyDVD HD) eiga að geta afritað bæði BlueRay og HD-DVD diska.
Sel það ekki dýrara en ég keypti það....
http://www.alleyinsider.com/2008/3/welcome_blu_ray_you_ve_been_hacked
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 18:09
Vantar Windows Internals sérfræðinga til að eyða viku í Redmond
Ef þú hefur áhuga sendu mér línu og ég kem á sambandi.
Wanted: Windows Internals subject matter experts
Microsoft is looking for five Windows Internals subject matter experts to come work on a very special five to eight day project on the Redmond campus during the month of May 2008. Candidates must have good communications skills, be non Microsoft employees, have 5+ years experience with windows, be familiar with the Windows Internals book, have kernel and user mode debugging experience, and be C literate.
We prefer candidates strongly represent the Windows IT Professional or Windows development industry. These typically would be 2nd or 3rd tier escalation resources or Windows developers (developing Win32 code, or device drivers) that are working for Gold Partners, ISVs or are independent consultants or MVPs.
A Microsoft NDA (Non Disclosure Agreement) will be required.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Arnar Stangeland
Færsluflokkar
Tenglar
CSS tenglar
Ýmsir tenglar innan CSS, aðallega úr Directory Services hlutanum.
- CPR / Escalation Services 3rd level support
- Ask the DS Team Blog Directory Services Team bloggið
- Ask the performance team blog Blogg Windows Server 2008 Performance hópsins
- Exchange team blog Blogg Exchange deildarinnar hjá Microsoft
- Windows Vista Team blog Vista fólkið
- Windows PKI blog Microsoft PKI team blog
- AD Troubleshooting blog Blogg sem ég skrifa á öðru hvoru
- Ask the SBS Team blog Allt sem tengist SBS
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar