15.3.2008 | 18:21
Samtök manna með afbrigðilega stóra jeppa
Við fjölskyldan lentum í Keflavík í dag í skrepp til Íslands. Keyrðum framhjá hópi manna í Hafnarfirði hjá IKEA sem virtust einungis eiga það sameiginlegt að jepparnir þeirra voru afbrigðilega stórir og litu helst út fyrir að vera á leiðinni upp á einhvern jökul. Það og lopapeysur í ýmsum litum.
Hvað gera jeppamenn í þjóðfélagi þar sem *allir* eiga jeppa?
Kaupa ENNÞÁ STÆRRI JEPPA.....náttúrulega!!
Mmmm, Nóakropp og hangikjöt (ekki í sama munnbitanum).
.... engir Maltabitar til í Bónus frekar en síðast þegar við vorum hérna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 08:07
Meira um tímaferðalög
Configuring the Time Service: Max[Pos/Neg]PhaseCorrection
29.2.2008 | 14:32
Tímaferðalög í Windows
Fékk mál til mín í morgun...s.k. Critsit (Business Down). Critsit þýðir að maður sleppir öllu öðru og vinnur bara í því máli þangað til það er leyst.
Hjá kúnnanum voru 62 DC's, 4 forests, 1 External Black Box sem var notað til að syncha tíma við.
Batteríið á boxinu kláraðist og það resettaði klukkuna til 00:00:00 2002. Allar vélar í öllum 4 forests fór aftur í tímann til 2002. Tímaferðalög eru möguleg í Windows
Ok...þeir löguðu það og stilltu klukkuna á réttan tíma, allar vélar í öllum 4 forests synchuð tímann aftur og voru þá komnar aftur til ársins 2008. Nema að þá neita allir DC's að replikera þar sem að 6 ár eru liðin frá síðustu replikeringu. Tombstone Lifetime er 180 dagar núorðið, ef þú ferð út fyrir þann ramma þá neita allir aðrir DC's að tala við þig.
2 möguleikar eru í stöðunni;
a) Full Forest recovery, henda öllum nema 1 DC úr hverju domain og keyra restore
b) Setja inn hinn mjög svo skemmtilega og leynilega lykil AllowReplicationWithDivergentAndCorruptPartner, stoppa KDC á öllum non-PDC DC's, endurræsa og keyra reset á Secure Channel með Netdom ResetPWD.
Það sorglega er að það er mjög einfalt að koma í veg fyrir þetta, ef maður notar gildin fyrir hversu stóra breytingu W32Time sættir sig við. Default er það 0xFFFFFFFF....sem þýðir í kringum 132 ár í plús eða mínus!
Ef maður breytir þessu yfir í hvað sem er minna en 180 dagar þá er maður búinn að koma í veg fyrir vandræði í næsta skipti sem batteríið klárast.
Í Windows 2008 er default stillingin á þessum gildum 2A300, sem er 48 tímar. Mun skynsamlegra...
Configuring the Windows Time service against a large time offset
http://support.microsoft.com/kb/884776
How To Use Netdom.exe to Reset Machine Account Passwords of a Windows 2000/2003 Domain Controller
http://support.microsoft.com/kb/260575
20.2.2008 | 09:21
Server Virtualization & USN Rollback
Á TechReady var mikill fókus á Hyper-V (Server Virtualization), sem er þrusugott produkt.
Vandamálið er bara að ef þú notar hluti eins og Snapshot á server sem er netstjóri (Domain Controller) og bakkar aftur í eldra snapshot er nánast öruggt að þú lendir í USN Rollback á þeim server. Sem þýðir að þú þarft að henda honum og hreins út úr AD með Metadata Cleanup.
USN Rollback þýðir í stuttu máli að hinir netstjórarnir gera sér grein fyrir að þessi netþjónn var nú þegar búinn að senda breytingar í gegnum replication sem hann nú ekki kannast við. Nokkuð einfölduð mynd að vísu, fyrir SP1 var þetta líka vandamál en það sem gerði það verra var að það var engin lógík sem tékkaði á þessu. Útkoman varð sú að ákveðnir hlutir hættu að replikera án þess að það hefði áhrif á aðra hluti á sama DC.
Eftir SP1 loggum við NTDS General 2103, sem þýðir USN Rollback.
Það eru til margar leiðir til að koma sér í þetta klandur, t.d. Vmotion frá VMWare, Ghost, ýmis Snapshot afrit, o.fl. OG þetta kemur líka til með að vera eitthvað sem þarf að passa sig á í Hyper-V.
How to detect and recover from USN rollback in Windows Server 2003
http://support.microsoft.com/?id=875495
15.2.2008 | 23:57
Hyper-V / Server Virtualization í W2k8
14.2.2008 | 16:55
Windows Server 2008 er Vista Sp1
Fékk staðfestingu á þessu í gær, kóðinn í Vista SP1 og W2k8 er 100% sá sami.
...sem þýðir að SP2 verður sameiginlegur fyrir Vista og W2k8.
Tölvur og tækni | Breytt 15.2.2008 kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 02:07
TechReady 6 punktar
- Exchange 2007 SP1 talar ekki við RODC
- Timestamping kemur ekki með W2k8 Certificate Server (mögulega í Windows 7)
+ Dead Gateway detection í W2k8 gerir mögulegt að setja inn 2 Default Gateway og fá failover ef gateway nr.1 hættir að svara
+ LastLogonTimeStamp uppfærist á RWDC þegar RODC loggar inn notanda
+ Hyper-V býður upp á Virtualization á x64 "gestum"
Fyrirlesarinn á keynote dagsins var Michiko Kaku, alveg brjilljant náungi.
www.mkaki.com
Tölvur og tækni | Breytt 15.2.2008 kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 02:55
Mánudagur með Steve Ballmer
Setningarræðan á TechReady innihélt að sjálfsögðu Steve Ballmer, sem minnir oft meira á Televangelist en CEO. "Heeeeall!!....Yeeeha yahoo!"
Virtualization & RODC session fyrir og eftir hádegi (ótrulegt hvernig 7000 manns ná að borða mat saman án þess að allt fari í hönk).
Í lok dags var síðan Mark Russinovich með level 400 yfirferð um 'Kernel improvements in Windows Server 2008', ef maður var ekki búinn að kaupa W2k8 fyrir þá er maður það a.m.k. núna.
...ok, gjörsamlega búinn á því núna eftir daginn...heilinn farinn í verkfall
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 15:07
TechReady 6 í Seattle
Flaug í gær til Seattle til að fara á TechReady 6, TechReady er innanhúss ráðstefna fyrir Microsoft starfsfólk sem er haldin tvisvar á ári. Hún er á svipuðum nótum og IT Forum eða TechEd eru, aðal munurinn er að það eru mun fleiri frá Microsoft sem tala á henni, Bill Gates, Mark Russinovitch, Moon Majumdar og Nathan Muggli t.d. þetta árið Ekki seinna vænna að sjá Bill Gates áður en hann hættir....
Allaveganna, fyrst var hoppað stutt til Köben og þaðan 10 tíma flug þar sem flogið var norður fyrir Ísland, yfir Grænland og niður í gegnum Kanada áður en lent var á vesturströnd USA í Seattle WA (Tacoma).
Þar tók síðan við músastigi með fólki í passatékki hjá Homeland Security (Keeping our borders open and our nation secure er sloganið þeirra). Ég tók tímann á hversu lengi var verið að prósessa hvern og einn....30-60 sekúndur. Því miður voru 70+fyrir framan mig í minni röð og bara einn að afgreiða :(
50 mínútum seinna var ég loks kominn í gegn og gat farið að sækja töskuna á færibandið og koma mér niður í bæ. Ekki laust við að bútar úr nokkrum myndum (t.d. Sleppless in Seattle) hafi flogið í gegnum hugann þegar að við nálguðums, Seattle er með nokkuð sérstakan prófíl sem maður þekkir úr langri fjarlægð, svipað eins og New York áður en turnarnir tveir hurfu úr myndinni.
Það er 9 tíma tímamismunur frá Stokkhólmi til Seattle, þannig að við "græddum" 9 tíma og lentum tæknilega séð 1 tíma eftir að við lögðum af stað. Sem betur fer lognaðist ég út um 8-leytið uppi á herbergi og náði að sofa aðeins til að stilla líkamsklukkuna. Verður væntanlega verra leiðinni aftur heim þar sem við lendum þá í Stokkhólmi á Sunnudagsmorgninum næstu helgi...
Bloggar | Breytt 11.2.2008 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Arnar Stangeland
Færsluflokkar
Tenglar
CSS tenglar
Ýmsir tenglar innan CSS, aðallega úr Directory Services hlutanum.
- CPR / Escalation Services 3rd level support
- Ask the DS Team Blog Directory Services Team bloggið
- Ask the performance team blog Blogg Windows Server 2008 Performance hópsins
- Exchange team blog Blogg Exchange deildarinnar hjá Microsoft
- Windows Vista Team blog Vista fólkið
- Windows PKI blog Microsoft PKI team blog
- AD Troubleshooting blog Blogg sem ég skrifa á öðru hvoru
- Ask the SBS Team blog Allt sem tengist SBS
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar