Réttur tengill og aðrar leiðréttingar

Réttur linkur er http://www.microsoft.com/security/portal/

Höfundur greinarinnar hefur væntanlega annað hvort misskilið eða ekki alveg kynnt sér málið till fulls.

Microsoft Security Essentials er nýja útgáfan sem er ætluð heimanotendum - hún er ókeypis.
Microsoft Forefront Client Security er hins vegar útgáfan sem er ætluð fyrirtækjum og er hluti af stærri pakka sem kostar.

Þetta er sama fyrirkomulag og flestir aðrir framleiðendur vírusvarna hafa, ókeypis fyrir einkanotendur á meðan fyrirtækjapakkarnir kosta.

Macintosh notendur geta hins haldið áfram að hlakka til þess dags þegar vírushöfundar byrja að skjóta á þá líka, Apple sjálft er a.m.k. búið að gera sér grein fyrir þessu og er með eigin vírusvörn (http://www.apple.com/downloads/macosx/networking_security/protectmacantivirus.html)

 http://www.pcmag.com/article2/0,2817,2335738,00.asp

Apple Quietly Recommends Antivirus Software

There is malware for the Mac (see
here and here for example), but it's still not a gangbusters malware market. In fact, if I were to say that the amount of Mac malware doubled or tripled this year it would not necessarily be a reason for panic.

But it is a reason for concern: Apple undoubtedly knows that they are not immune to malware, they just haven't been the target of it much, and that could change. Perhaps they are actually seeing enough of it among real customers that they are concerned about those users'


mbl.is Ókeypis öryggishugbúnaður frá Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

XNA Creators Club og Xbox 360

Fyrir Xbox 360 og Xbox Live er líka hægt að skrá sig í XNA Creators Club og freista gæfunnar með því að gefa leiki út á Xbox Live.

 http://blogs.msdn.com/xna/archive/2007/01/09/video-getting-started-with-the-xna-creators-club.aspx


mbl.is Úr banka í tölvuleikjagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíta tölvan á borðinu...

Höfuðskiptingin segir sennilega meira um Pólland en Microsoft, þeldökkir miðaldra karlmenn eru ekki beinlínis í meirihluta í markhópnum þar....en af hverju vinur hans við hliðina fær að vera í friði á sama tíma veit ég ekki - http://en.wikipedia.org/wiki/Demographics_of_Poland#Nationalities

Það sem er ennþá neyðarlegra er hins vegar að tvíhöfðinn brosandi er í báðum tilfellum með iMac fyrir framan sig Cool

Á hverju ári eru allir starfsmenn Microsoft látnir fara í gegnum s.k. 'Standard Business Conduct Training' - þema ársins í ár var að það er ljótt að gera grín að þeim sem eru með fyndin hreim... Police


mbl.is Microsoft biðst afsökunar á myndaklúðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steve Riley stimplar sig út

Frétti nýlega að Steve Riley sem hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og talað á Microsoft ráðstefnum er nú hættur hjá Microsoft, fórnarlamb endurskipulagningarinnar í vor.

Fyrirlestrarnir hjá honum á Technet og IT Forum voru með þeim skemmtilegri sem ég hef séð, t.d. 'The Death of the DMZ' (http://blogs.technet.com/steriley/archive/2008/06/25/directly-connect-to-your-corpnet-with-ipsec-and-ipv6.aspx) og http://edge.technet.com/Media/Steve-Riley-talks-security/.

http://blogs.technet.com/steriley/archive/2009/05/06/good-bye-and-good-luck.aspx

http://stvrly.wordpress.com/


Windows 7E tekið af dagskrá

Eftir hrókeringar fram og tilbaka síðustu vikurnar er nú endanlega búið að ákveða að engin sérstök Windows 7E útgáfa verður fyrir EES-markaðinn.  Windows 7 verður sleppt samtímis á öllum svæðum.

Í staðinn kemur hið s.k. 'Ballot screen' að koma í gegnum Windows Update fyrir Windows 7/Vista/XP/2003.

http://microsoftontheissues.com/cs/blogs/mscorp/archive/2009/07/31/windows-7-and-browser-choice-in-europe.aspx

 


Að evra eða evra ekki IE....það er spurningin

Ný kúvending varðandi IE með Windows 7E, ný tillaga frá Microsoft eftir athugasemdir EU þar sem að e.k. valgluggi gerir notandanum kleyft að velja/sækja vafra á vélina.

http://www.microsoft.com/presspass/press/2009/jul09/07-24statement.mspx

http://europa.eu/rapid/pressReleasesAction.do?reference=MEMO/09/352

Hvað verður svo endanlega er ekki ennþá komið á hreint. 

Eitt er þó a.m.k. búið að staðfesta; Windows 7E verður útgáfan sem verður eingöngu dreift á EES-svæðinu+Sviss & Króatíu.

http://microsoftontheissues.com/cs/blogs/mscorp/archive/2009/06/11/working-to-fulfill-our-legal-obligations-in-europe-for-windows-7.aspx


Bankahrunið í Svíþjóð 1990

Stig 1: Bankar hrynja, gengið fellur, fólk tapar gríðarlegum fjármunum í hlutabréfum og vextir hækka stjórnlaust á meðan húsnæðisverð lækkar í sama takt.

Stig 2: Ríkið kemur inn í myndina, bjargar bönkunum (http://www.rferl.org/Content/Explainer_How_Sweden_Rescued_Banks_1990s/1379859.html)

Stig 3: Gengið í EU (http://www.sweden.gov.se/sb/d/3470/a/20685) eftir að skoðanir almennings á aðild hafa kúvent þar sem allir eru í sárum eftir stig #1

Ísland 2008-2012???....nei, Svíþjóð 1990-1995!!

Tilviljanakenndar hliðstæður eða markvissar aðgerðir??

 http://en.wikipedia.org/wiki/Black_Wednesday


mbl.is Leiðin styttri fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 einfaldar leiðir til að koma vafrara inn á Windows 7E

#1 nota HTML hjálpin hh.exe og keyra t.d. "hh.exe http://download.cnet.com/windows/browsers"

#2 nota ftp í ftp.exe eða með því að slá inn ftp://ftp.mydownloadsite.com eða þvílíkt.

#3 grípa vafra af næsta CD/DVD sem fylgdi með síðasta tölvublaði sem þú keyptir


Windows 7E fyrir Evrópumarkað kemur án vafra

Windows 7E (Home/Pro/Ultimate) verður eina stand-alone útgáfan af Windows 7 sem verður seld á EU markaðssvæðinu og verður án vafra.  Windows 7 með IE8 verður hins vegar seld fyrir utan EU-svæðið.

Ekki er alveg ljóst hvar Ísland, Noregur og Sviss koma inn í myndina og hvor útgáfan verður seld þar.

Ekki verður hægt að nota Windows 7E til að uppfæra Vista, fulla útgáfan af Windows 7 getur hins vegar uppfært Vista vélar.

OEM aðilum er eins og áður frjálst að láta hvaða vafra sem þeir vilja fylgja með nýjum vélbúnaði.

Athugasemdir sendist til EU á http://forums.ec.europa.eu/debateeurope/viewtopic.php?t=11402


Google me this

Google er nú búið að gera vafrara (Chrome) og símastýrikerfi (Android), næst er s.s. stýrikerfi fyrir tölvur (væntanlega byggt á Android að einhverju leyti).

Bíð spenntur eftir að sjá hvaða vafrari fylgi með því stýrikerfi! Halo


mbl.is Google áformar stýrikerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Arnar Stangeland

Höfundur

Ingólfur Arnar Stangeland
Ingólfur Arnar Stangeland

Íslendingur og Svíi áður í útlegð í Stokkhólmi en nú í Reykjavík.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Laws
  • Laws
  • ...08773_set_a
  • Capture
  • Capture

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband