17.10.2010 | 20:41
Ísland+EU==Ekkert Cheerios
Hafandi búið í EU-landi í 7 ár þá get ég bent á allaveganna einn neikvæðan hlut sem EU-aðild hefur með sér.
Cheerios er með of mikið af járni miðað við EU-staðla og er því ekki leyfilegt að selja það í venjulegum verslunum í Svíaríki.
.... s.s. aðild að EU myndi þýða að þúsundir Íslendinga þyrftu að skipta um morgunmat
Kannski þess vegna sem dömurnar á Blóðbankanum voru alltaf svo ánægðar með járngildið í blóðinu hjá mér þar sem ég borðaði Cheerios á hverjum morgni í yfir 25 ár
Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ingólfur Arnar Stangeland
Færsluflokkar
Tenglar
CSS tenglar
Ýmsir tenglar innan CSS, aðallega úr Directory Services hlutanum.
- CPR / Escalation Services 3rd level support
- Ask the DS Team Blog Directory Services Team bloggið
- Ask the performance team blog Blogg Windows Server 2008 Performance hópsins
- Exchange team blog Blogg Exchange deildarinnar hjá Microsoft
- Windows Vista Team blog Vista fólkið
- Windows PKI blog Microsoft PKI team blog
- AD Troubleshooting blog Blogg sem ég skrifa á öðru hvoru
- Ask the SBS Team blog Allt sem tengist SBS
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, akkúrat, ekkert Cheerios, ömurlegt. Og heldur ekkert fullveldi.
Elle_, 17.10.2010 kl. 21:33
Nestle er með framleiðslurétt á Cheerios í Evrópu.
Ef maður tekur nestle Cheerios og ber saman við General Mills Cheerios sér maður ástæðuna fyrir því hví ESB bannar amerísku útgáfuna, þar eru þó nokkur mörg vítamín og steinefni sem eru um 200-500% af ráðlögðum dagskammti (RDS) í 100 gr. Þá erum við að tala um að maður eigi eftir að borða nokkrar máltíðir til viðbótar yfir daginn!!
ESB er einmitt þetta mál í hnotskurn, þetta eru stærstu hagsmunasamtök neytenda í heimi. Meira að segja Microsoft hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir ESB þegar einokunin hjá hugbúnaðarframleiðandanum náði hámarki hér um árið.
Hver er aftur staða okkar neytenda hér heima á Íslandi? :)
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 21:44
Góður punktur hjá þér, og ég hef farið með Cheerios í farangri til Danmörk vegna þessa og það var ekkert sett út á það í Tolli...
Svo þá segja þeir sem borða Cheerios ekkert ESB vegna þess að það er ekki selt Cheerios í ESB ríkjum. Vonandi að það sé morgunmatur sem flestra Íslendinga segi ég bara...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.10.2010 kl. 23:04
Evrópusambandið er engin hagsmunasamtök neytenda, Jón Sigurðsson. Samband sem vill kúga íslenska þjóð til að borga ICESAVE. 500 - 1000 MILLJARÐA skuld sem er ekki okkar. Hverju öðru geturðu búist af slíkum samtökum?
Elle_, 18.10.2010 kl. 12:11
Í raun og veru er það ekki aðalmálið varðandi EU-aðild, aðild að EU hefur kosti og galla fyrir Ísland eins og allt annað.
Andstæðingar EU-aðildar tala aldrei um kostina, fylgjendur tala aldrei um gallana.
Ég vil sjá lista yfir Pros/Cons - helst í Excel skjali :)
Ingólfur Arnar Stangeland, 18.10.2010 kl. 13:21
ICESAVE er grafalvarlegt mál. Og EU hefur sýnt sitt ofurvald þar.
Elle_, 18.10.2010 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.