8.7.2009 | 07:45
Google me this
Google er nú búið að gera vafrara (Chrome) og símastýrikerfi (Android), næst er s.s. stýrikerfi fyrir tölvur (væntanlega byggt á Android að einhverju leyti).
Bíð spenntur eftir að sjá hvaða vafrari fylgi með því stýrikerfi!
Google áformar stýrikerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Ingólfur Arnar Stangeland
Færsluflokkar
Tenglar
CSS tenglar
Ýmsir tenglar innan CSS, aðallega úr Directory Services hlutanum.
- CPR / Escalation Services 3rd level support
- Ask the DS Team Blog Directory Services Team bloggið
- Ask the performance team blog Blogg Windows Server 2008 Performance hópsins
- Exchange team blog Blogg Exchange deildarinnar hjá Microsoft
- Windows Vista Team blog Vista fólkið
- Windows PKI blog Microsoft PKI team blog
- AD Troubleshooting blog Blogg sem ég skrifa á öðru hvoru
- Ask the SBS Team blog Allt sem tengist SBS
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú gerir þér grein fyrir því að ástæða þess að crome var byggður. Opunberlega var það til að hægt væri að nota netið á fjöbreyttari hatt en nú er hægt, þannig að þeir ætla að breyta html staðlinum, en sögusagnir segja að hvatinn að gerð crome hafi verið að firefox og ie eru hætt að veita vefsíðum aðgang að ymsum upplýsingum, um veraldarvefs flakk notenda, en þessar upplýsingar eru google mikilvægar í markaðsstarfi fyrirtækisinns. Ef sama sjónarmið verði á gerð Google Linux þá verður það eitt risastórt spyware.
Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2009 kl. 08:32
Tja, án þess að vera sértaklega að tala um það sem þú segir þá eru sögusagnir á þessum nótum yfirleitt byggðar á ágiskunum og mistúlkunum á takmörkuðum upplýsingum, sjaldgæfara er að þær séu réttar en rangar. Sömu sögusagnir ganga um Windows og leynihurðir hingað og þangað. Ég hef skoðað source kóðann fyrir Windows NT/2000/XP/2003/2008 og hef ekki séð nein merki um slíkt og á ekki von á að Google færi að mála sig inn í horn með það frekar en Microsoft.
Sennilegara er að með því að vera með sinn eiginn vafrara og/eða stýrikerfi þá er væntanlega einfaldara fyrir Google að beina notendum inn á tengdar síður og/eða upplýsingaveitur sem gefa þeim tekjur. Sama gildir í raun um alla sem fá traffík-tengdar tekjur.
Ingólfur Arnar Stangeland, 8.7.2009 kl. 08:56
Það er alverg rétt hjá þér, til dæmis man ég þegar vista kom út var talað um heimssinns stæðsta spyware, en maður getur svosem ekkert fullyrt um neitt að þessu tagi, ég nota Ubuntu sem er famleitt af bresku fyrirtæki og frumkóðin opinn en þrátt fyrir að vera tövunnarfæðingur þá hef ég aldrei lagt i það að lesa frumkóðann, maður mydi hvort sem er ekkert finna þó eittvað væri þar að finna.
varðandi kerfið og varfrara þá verður google os með chrome vafrara í nema í evrópu þar sem maður þarf að sækja sér varfara sjálfur, verður ekki jafnt yfir alla að ganga.
Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2009 kl. 09:13
Mín skoðun er að öll stýrikerfi eigi að koma með vafrara, þó ekki sé nema til að gera manni kleyft að ná í annan vafrara á einfaldann hátt.
Skítt ef háttalag EU-lögfræðinganna setur höft á Evrópubúa umfram restina af heiminum, þá erum við komin í sama pakka og USA varðandi réttarkerfið og lögsóknarhræðslu ("já, kaffið á McDonalds *er* sjóðandi heitt" og "*nei* þú getur *ekki* þurrkað hundinn þinn í örbylgjuofninum án þess að voffinn springi").
Eða eins og Mark Twain á að hafa sagt..."Common Sense is not that Common"
Annars held ég að þeir hafi minni áhuga á notandanum eða fjölbreytni og meiri á að geta mögulega plokkað nokkrar billjónir af Microsoft í viðbót í sektir.
Ingólfur Arnar Stangeland, 8.7.2009 kl. 09:29
Google Chrome OS. Umfjöllun á dailytech.com.
Axel Þór Kolbeinsson, 8.7.2009 kl. 12:11
EU var að kvarta af því það var ekki hægt að kaupa Windows án IE, né hægt að uninstalla því, ekki vegna þess að IE fylgdi með. EU hefur aldrei verið á móti því að láta vafra fylgja með stýrikerfum. Einnig geri ég ráð fyrir að þegar þetta Linux distro frá Google kemur þá þurfi bara að gera "apt-get remove google-chrome" til að uninstalla chrome úr kerfinu.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 12:29
EU hefur ekki formlega kvartað yfir að IE fylgi Windows...ennþá. DOJ/Netscape málinu í USA lauk með "sáttum", Windows Media Player málinu sem EU/RealPlayer höfðaði lauk með einhliða sektum.
Lögfræðingar EU létu hins vegar nýlega í veðri vaka að þeir myndu hugsanlega skoða Windows 7 í sama samhengi og WMP var höfðað út af og svarið frá Microsoft er að bjóða upp á útgáfu af Windows 7 án IE á EU svæðinu (sem er rökrétt þegar einhver hótar lögsókn). Ekkert svar við því var komið síðast þegar ég vissi.
En tímasetningin á Google Chrome OS er hins vegar augljóslega sett til höfuðs Windows 7.
Ingólfur Arnar Stangeland, 8.7.2009 kl. 12:49
Ég efast um að Google sé með þessu að undirbúa árás á Windows 7, alla vega ekki strax. Þeir hafa tekið það fram að þetta sé ætlað netbook tölvum (til að byrja með) og það gefur í skyn að það verði svipað þessu hérna, sem er einmitt netbook stýrikerfi (styrkt af Intel minnir mig).
Mér sýnist á öllu að ef Google ætli sér að gera svipaða hluti og moblin, þ.e.a.s að byggja á kernelnum og gera svo custom X kerfi ofaná þá þurfi verulega vinnu af Google hendi til þess að hægt sé að nota kerfið í eitthvað annað en að vafra. Það mun þurfa brú til að láta gnome & kde forrit líta sæmilega út í X kerfi Google og það mun örugglega taka ár að prufukeyra hana. Þeir eiga því eftir að keyra þetta sem frekað lokað eco-system til loka 2010 eða 2011 og kynna þá alvöru desktop kerfi með öllu tilheyrandi.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 13:20
Tja, það verður a.m.k. áhugavert að sjá þegar það kemur út hver markhópurinn er....
Ingólfur Arnar Stangeland, 8.7.2009 kl. 13:44
Það er einmitt svo fyndið með það, fyrir um 2 árum skipti ég gamla settinu og kærustunni yfir í Linux og eftir smá aðlögunartíma (1-2 mánuði) voru þau sammála um að það væri töluvert auðveldara í notkun en Windows. Að vísu eru þau ekki að gera neitt svakalega flókið (email,internet,ritvinnsla,etc) og spila ekki leiki en ef fólk sem gerir þá tvo hluti ekki telst sem markhópur þá er hann ansi stór.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 14:17
Sömu röksemdir gilda fyrir Macintosh. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um markaðssetningu og hvað fjöldinn vill fá og hvað tölvuframleiðendur fá fyrir sinn snúð þegar þeir selja vél með stýrikerfi.
Vandamálið fyrir Linux er sá sami og styrkurinn...það er "ókeypis". Fólk setur einfaldlega samasemmerki á milli verðs og gæða, hversu rökrétt eða órökrétt það svo er er síðan annað mál.
Ingólfur Arnar Stangeland, 8.7.2009 kl. 15:30
Já, það er góður punktur. Windows hefur að mínu mati aðeins einn sérstakan kost fram yfir Linux og það er grafík hluti DirectX. Sá staðall hefur algera yfirburði þegar miðað er við OpenGL enda eru afar fáir leikjaframleiðendur sem nota OpenGL í dag . En það gæti nefnilega breyst þegar OpenGL 3.1 kemur út. Ef leikjaframleiðendur byrja að nota OpenGL 3.1 og þetta leikjagrafík forskot hverfur þá mun verða afar erfitt að stoppa upptöku Linux. Breytir litlu að mínu mati, ég held að til langstíma þá er Windows dauðadæmt, ekki vegna þess að það sé eitthvað lélegt heldur vegna þess að það er ekki hægt að keppa við OSS heiminn í þróunarhraði.
Ég geri þó ekki ráð fyrir að við séum sammála um það.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 16:14
Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um markaðssetningu og hvað fjöldinn vill fá og hvað tölvuframleiðendur (OEM aðilar) fá fyrir sinn snúð þegar þeir selja nýja vél með stýrikerfi og hvað það kostar þá að styðja það.
Þar sem OEM aðilar eins og Dell/HP/Acer/Fujitsu/osvfrv. fá 0 krónur í þóknun fyrir hvert Linux box sem þeir selja (þar sem það er ókeypis) en ákveðna % af Windows boxum (þar sem þau kosta X krónur) þá munu þeir frekar láta Windows fylgja með.
Bættu síðan ofan á það kostnaðinum fyrir OEM aðila við að halda úti support batteríi fyrir fleiri en eitt stýrikerfi án þess að fá auknar tekjur á móti.
Ingólfur Arnar Stangeland, 9.7.2009 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.