Dauði hlutlausrar blaðamennsku á mbl.is

Af heimasíðu Ubuntu Linux (www.ubuntu.com):
"Ubuntu is a community developed, Linux-based operating system that is perfect for laptops, desktops and servers. It contains all the applications you need - a web browser, presentation, document and spreadsheet software, instant messaging and much more. "
Hummm, þannig að á Ubuntu Linux er sjálfsagt að vafrari fylgi með en á Microsoft stýrikerfi er það versti dónaskapur?
.
"The Safari web browser included with Mac OS X features ...."
Aha! OS-X kemur líka með vafrara innbyggðum!!  Úps?
Motto dagsins: Kastið ekki steinum úr glerhúsi.

mbl.is Segja Microsoft ekki ganga nógu langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Ég er sammála þér að mestu Ingólfur enþað sem er að valda þessum vandræðum fyrir Microsoft er sú yfirburðastaða sem þeir eru í. Ef að Apple væri í þessari yfirburðarstöðu þá væru þeir mjög líklega í svipuðum málum og Microsoft nú. Fyrirtækjum í markaðsráðandi stöðum eru alltaf setta miklar hömlur á meðan fyrirtækjum sem hafa mun minni markaðshutdeild leyfist mun meira. Við sjáum svona dæmi hér innanlands eins og t.d. með Símann vs. öll hin fjarskiptafyrirtækin. Símanum er t.d. óheimillt að bjóða þjónustu sína undir kostnaðarverði, kjósi þeir að gera það s.s. í markaðsherferðum, en Tal, Nova og Vodafone mega gera það sem þeim sýnist í þeim málum.

Í eðli sínu er þetta gert til að vernda almenning þar sem samkeppni telst vera af hinu góða fyrir fólkið. Einokun leiðir til minna úrvals og hærra vöruverðs. Ef Síminn mætti t.d. fara undir kostnaðarverð og í sinni markaðsráðandi stöðu gætu þeir mögulega komið samkeppnisaðilum sínum á kaldan klakann og setið einig eftir að öllum fjarskiptamarkaði hér á landi. Það þyddi aftur að þeir gætu hækkað vöruverð þar sem engin samkeppni er og allir landsmenn tapa.

ATH! Hef ekkert á móti Símanum, eiginlega mjög hrifin af þeim , þetta var bara auðvelt dæmi að taka.

Guðmundur Zebitz, 13.6.2009 kl. 10:23

2 identicon

Málið er nefnilega ekki svo einfalt, það er ekki það að IE sé bundlað með windows heldur að það er ekki hægt að henda því út af kerfinu því hlutar af IE eru innbyggðir í windows. Fram að Windows 7 hefur ekki verið hægt að eyða því út af. Það var það sem var verið að skammast út í, ekki það að IE komi með úr kassanum. Það er ekkert mál að eyða hinum vöfrunum úr osx og linux og keyra það sem maður vill. Annars skoðaði ég þær færslur sem þú ert með í Tölvur og tækni flokknum þínum og dró þá ályktun að þú vitir ekki hvað þú sért að tala um.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 14:12

3 Smámynd: Ingólfur Arnar Stangeland

Takk, Jón Hrafn....alltaf mikils virði að fá uppbyggjandi athugasemdir frá besserwisserum.  Annars las ég það sem þú skrifaðir og dró þá ályktun að þú hafir ekkert vit.

Ég held ekki fram hlutleysi í þvi sem ég skrifa hér enda er ég búinn að vinna hjá Microsoft í 6 ár og þ.a.l. einstaklega hlutdrægur skiljanlega.

Kjarni málsins er hins vegar að fréttaflutningur MBL.is varðandi Microsoft er og hefur verið einhliða og á meira heima í Pravda en á fréttavef.

Ástæðan fyrir að ekki hefur verið hægt að taka út IE fullkomlega er að frá Windows 2000 hefur sami kóði verið meira eða minna á bakvið Windows Explorer og Internet Explorer.

Ingólfur Arnar Stangeland, 13.6.2009 kl. 16:09

4 identicon

Ástæðan fyrir að ekki hefur verið hægt að taka út IE fullkomlega er að frá Windows 2000 hefur sami kóði verið meira eða minna á bakvið Windows Explorer og Internet Explorer.

Enda nákvæmlega ástæðan fyrir því að linux distro-in og osx eru yfir gagnrýni hafin varðandi svipaða hegðun, þ.e.a.s. að láta vafra fylgja með. MS voru kærðr vegna þess að þeir voru taldir vera að neyða neytendur til þess að nota IE. Það var málið, ekki það að IE fylgir með. Mér sýnist Mogginn ekkert vera að hylla neinum óeðlilega í þessu máli.

Og móðgun frá manni sem greinilega heldur að Windows sé það merkilegasta í tölvuheiminum tel ég til gullhamra. Þið verðið í eltingarleik við Linux þangað til þið farið á hausinn.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Ingólfur Arnar Stangeland

Ekki var ætlunin að slá þér gullhamra, ég átti einfaldlega við að þú værir augljóslega fanatískur OSX/Linux aðdáandi og hefðir þess vegna hvorki vit né áhuga á neinu öðru (enda OSX/Linux það merkilegasta í tölvuheimum).

Stýrikerfi eru eins og trúarbrögð; allir trúa á sinn guð, líta niður á þá sem trúa á eitthvað annað og eru sannfærðir um að allir aðrir fari beinustu leið til Helvítis þar sem þeir trúa "rangt".

Staðreyndin er hins vegar sú að OSX og Linux eru bestu vinir Windows.  Án þeirra væri eini keppinautur Microsoft fyrri útgáfur.

Sjáumst í Windows 7

Ingólfur Arnar Stangeland, 13.6.2009 kl. 18:46

6 identicon

Nei nei, ég get ekki sagt að ég sé fanatískur og nota öll 3, þó linux mest enda tel ég það tæknilega besta stýrikerfið í heiminum þó að það hafi sýna vankosti. Margar góðar vörur koma frá MS (office, sql server og visual studio allra helst) þó svo að stýrikerfið (og IE) sé ekki ein þeirra. Windows 7 er frekar gott (allavega ekki lent í vandræðum með það hingað til) og mikil bæting á Vista (sem var btw illa gert og lélegt stýrikerfi) en betra en Linux eða OSX, nei ekki ennþá. Kannski Windows 7 sp 4 komist nálægt. Ég hef ekkert á móti Windows né MS (nota meira að segja Mono, sem oftast telst FOSS no no) en mér finnst að fólki eigi að líta hlutlaust á þessi mál og hlutlaust mat er því miður ekki Windows í vil.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:03

7 identicon

Hahaha alger snilld:D

Kristinn (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 00:18

8 Smámynd: Ingólfur Arnar Stangeland

Eins heillandi og það væri að halda áfram "Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn" leiknum þá nenni ég því ekki.  Mundu bara að Betamax var "betra" en VHS ("Pabbi, hvað er Betamax?").

Ingólfur Arnar Stangeland, 14.6.2009 kl. 05:44

9 identicon

Málið snýr líka að markaðsráðandi stöðu Microsoft á þessum markaði.

Bónus má ekki selja eða auglýsa vörur á verði sem er undir kostnaðarverði einfaldlega af því að þeir eru með mikla og stóra markaðsráðandi stöðu. Hins vegar mætti Nettó gera það.

Nú veit ég ekki hvað PC (og þar með Microsoft) er með stóra hlutdeild, en ég held að sé nú töluvert stærri pakki að IE fylgi Microsoft heldur en að einhver vafri fylgi Linux eða Safari fylgi Mac OS. Er samt sammála að Mac OS á að vera Safari laust eins og Microsoft á að vera IE laust en aðrar reglur eiga að gilda með Linux enda um frían hugbúnað að ræða.

Ég nota hvorki IE eða Opera (ég er með MacBook Pro fartölvu og stóra PC turnvél) heldur nota ég yfirleitt Firefox. Mér finnst hin tvö fyrrnefndu grútléleg og fel þau yfirleitt djúpt í tölvunni.

Mr. FourEyes (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 20:45

10 identicon

Ekki hef ég orðið var við það að ég hafi verið neyddur til að nota IE öll þau ár sem ég hef vafrað um netið... Enda yfirleitt það eina sem ég nota IE í er að sækja firefox..

Davivd (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 10:10

11 identicon

Þetta snýst nú bara um að fyrirtæki með yfirburðastöðu í einum vöruflokki, stýrikerfum, er að nýta hana til að koma öðrum vörum á framfæri. Ef að Windows væri ekki með 90% af stýrikerfismarkaðnum þá þyrftu þeir ekki að lúta þessum reglum.

Flestir þekkja ekki að það séu til önnur forrit til að skoða internetið með og þar af leiðandi er ekki heilbrigður samkeppnismarkaður sem á endanum skaðar endanotandann.

En hvað varðar aðra vafra þá hafa Firefox, chrome, safari, opera... komið af stað samkeppni sem gerir vefinn að jafn skemmtilegum og dínamískum stað og raun ber vitni. Vefurinn væri á allt öðrum og verri stað ef við værum ennþá í IE6. Það þurfti til þessa aðila til að sparka Microsoft til að búa til almennilegan vafra.

Tómas Edwardsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 01:36

12 Smámynd: Ingólfur Arnar Stangeland

Tölva án vafra sem væri keypt í dag væri nánast ónothæf fyrir almennan notanda, t.d. erfitt að ná í vafrara á einfaldan hátt án þess að vera nú þegar með a.m.k. einhverskonar vefviðmót.
Að auki geta einokunarreglur einfaldlega ekki gilt fyrir samkeppni á milli ókeypis forrita (það þurfa að vera einhverjir beinir fjármunir í húfi).  Nýr aðili sem kemur inn á markað þar sem allir vafrarar eru ókeypis nú þegar getur heldur ekki notað einokunarröksemdina - mögulega ef að það er eingöngu markaðsáðandi aðili þar fyrir en ef allir eru ókeypis þá eru það augljóslega forsendurnar sem gilda fyrir alla aðila.
DOJ málið er löngu liðin saga og kemur ekki í veg fyrir að IE fylgi með Windows, einungis nýjasta yfirlýsingin frá EU frá í Janúar í ár þar sem það lýsa því yfir að þeir hyggist skoða málið hefur eitthvað með Internet Explorer að gera.
Væntingar fólks í dag eru hins vegar einfaldlega að vafrari komi með stýrikerfinu og sé tilbúinn til notkunar frá byrjun.  Þegar DOJ og Netscape höfðuðu málið á sínum tíma fyrir 11 árum síðan var vefurinn ekki jafn afgerandi hluti af tölvunotkun almennings eins og í dag og Netscape þar að auki söluvara (á meðan fólk vildi borga).
Firefox/Opera/Safari eru vissulega að stuðla að þróun á Internet Explorer, IE deildin hjá Microsoft var orðin ansi lítil fyrir tíma Firefox.
Það sem er hins vegar athyglisvert að sömu aðilar og hafa hvað hæst um mikilvægi frjáls vals eyða tíma og púðri í að reyna að tryggja að eingöngu þeirra uppáhaldsvafrari sé í notkun á kerfum seim þeir hafa stjórn yfir og koma þannig í veg fyrir frjálst val.

Ingólfur Arnar Stangeland, 16.6.2009 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Arnar Stangeland

Höfundur

Ingólfur Arnar Stangeland
Ingólfur Arnar Stangeland

Íslendingur og Svíi áður í útlegð í Stokkhólmi en nú í Reykjavík.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Laws
  • Laws
  • ...08773_set_a
  • Capture
  • Capture

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband