25.3.2008 | 21:48
Maður með handtösku
Í dag var ég á gangi um Smáralindina, nýbúinn að lóðsa einn 3 ára og tvo táninga í Ævintýralandið og sá fram á 90 mínútur af friiiiið og ró og kannski einn Latte.
Þar sem ég gékk í hægðum mínum tók ég eftir því að fólk horfði útundan sér á mig með einhverjum skrýtnum svip.
Ég fór í huganum yfir tékklistann.....
Buxur (x)
Rennilás á buxunum renndur upp (x)
Skór (x)
...svo fattaði ég allt í einu....fólkið var að horfa á handtöskuna sem konan hafði sent mig með, innihaldandi skynsama hluti eins og banana, aukableyjur, asswipes, sólgleraugu og snuð (fyrir neyðartilfelli).
Sennilega er ekki algengt að Íslenskir karlmenn gangi um með stylish Longchamps töskur á arminum. Sem frelsaður 'Småbarnspappa' hef ég hinsvegar tileinkað mér þetta og er kominn með tækni sem gerir mér kleift að halda karlmennskunni um leið....allaveganna einhverju af henni
Galdurinn er hvernig þú heldur á töskunni, verður að vera valdsmannlegt og gefa í skyn að þú sért í raun aðeins að geyma hana fyrir 100% konu sem þú ert að fara að hitta handan við næsta horn.
Um bloggið
Ingólfur Arnar Stangeland
Færsluflokkar
Tenglar
CSS tenglar
Ýmsir tenglar innan CSS, aðallega úr Directory Services hlutanum.
- CPR / Escalation Services 3rd level support
- Ask the DS Team Blog Directory Services Team bloggið
- Ask the performance team blog Blogg Windows Server 2008 Performance hópsins
- Exchange team blog Blogg Exchange deildarinnar hjá Microsoft
- Windows Vista Team blog Vista fólkið
- Windows PKI blog Microsoft PKI team blog
- AD Troubleshooting blog Blogg sem ég skrifa á öðru hvoru
- Ask the SBS Team blog Allt sem tengist SBS
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hefði viljað sjá þig. Er að reyna að sjá fyrir mér hvernig ég hefði horft á þig.Er ekki viss.
Anna Guðný , 25.3.2008 kl. 22:00
Well, ég veit allaveganna hvernig syni mínum kemur til með að líða þegar hann uppgötbar að samfélagið í kringuim hann lítur hornauga á að hann dansi í kjól og bling-bling skóm (sem er uppáhaldið hans þessa dagana)
Ingólfur Arnar Stangeland, 27.3.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.