29.2.2008 | 14:32
Tímaferðalög í Windows
Fékk mál til mín í morgun...s.k. Critsit (Business Down). Critsit þýðir að maður sleppir öllu öðru og vinnur bara í því máli þangað til það er leyst.
Hjá kúnnanum voru 62 DC's, 4 forests, 1 External Black Box sem var notað til að syncha tíma við.
Batteríið á boxinu kláraðist og það resettaði klukkuna til 00:00:00 2002. Allar vélar í öllum 4 forests fór aftur í tímann til 2002. Tímaferðalög eru möguleg í Windows
Ok...þeir löguðu það og stilltu klukkuna á réttan tíma, allar vélar í öllum 4 forests synchuð tímann aftur og voru þá komnar aftur til ársins 2008. Nema að þá neita allir DC's að replikera þar sem að 6 ár eru liðin frá síðustu replikeringu. Tombstone Lifetime er 180 dagar núorðið, ef þú ferð út fyrir þann ramma þá neita allir aðrir DC's að tala við þig.
2 möguleikar eru í stöðunni;
a) Full Forest recovery, henda öllum nema 1 DC úr hverju domain og keyra restore
b) Setja inn hinn mjög svo skemmtilega og leynilega lykil AllowReplicationWithDivergentAndCorruptPartner, stoppa KDC á öllum non-PDC DC's, endurræsa og keyra reset á Secure Channel með Netdom ResetPWD.
Það sorglega er að það er mjög einfalt að koma í veg fyrir þetta, ef maður notar gildin fyrir hversu stóra breytingu W32Time sættir sig við. Default er það 0xFFFFFFFF....sem þýðir í kringum 132 ár í plús eða mínus!
Ef maður breytir þessu yfir í hvað sem er minna en 180 dagar þá er maður búinn að koma í veg fyrir vandræði í næsta skipti sem batteríið klárast.
Í Windows 2008 er default stillingin á þessum gildum 2A300, sem er 48 tímar. Mun skynsamlegra...
Configuring the Windows Time service against a large time offset
http://support.microsoft.com/kb/884776
How To Use Netdom.exe to Reset Machine Account Passwords of a Windows 2000/2003 Domain Controller
http://support.microsoft.com/kb/260575
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Ingólfur Arnar Stangeland
Færsluflokkar
Tenglar
CSS tenglar
Ýmsir tenglar innan CSS, aðallega úr Directory Services hlutanum.
- CPR / Escalation Services 3rd level support
- Ask the DS Team Blog Directory Services Team bloggið
- Ask the performance team blog Blogg Windows Server 2008 Performance hópsins
- Exchange team blog Blogg Exchange deildarinnar hjá Microsoft
- Windows Vista Team blog Vista fólkið
- Windows PKI blog Microsoft PKI team blog
- AD Troubleshooting blog Blogg sem ég skrifa á öðru hvoru
- Ask the SBS Team blog Allt sem tengist SBS
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.