Hrói Höttur og Seðlagengið

Sönn saga úr banka í dag:

- Hérna er ég með 7350 í sænskum krónum, geturðu skipt því fyrir mig í íslenskar krónur?

- Sjálfsagt, á genginu 15,977 verður það 117,430 íslenskar krónur.

- .....en kaupgengið á sænskum krónum er 16,34!??

- aha, já...en það er ekki notað ef við erum að kaupa seðla... þá notum við Seðlagengið! Wink

Ég hafði aldrei heyrt talað um neitt Seðlagengi áður og það fyrsta sem mér datt í hug voru einhverjir bíræfnir útrásarvíkingar sem hefðu stofnað gengi til að arðræna löglega þá fáu ferðalanga sem dirfðust að koma með skítugu seðlana sína í fínu bankana þeirra á meðan almenningur væri upptekinn við að lesa um hver ætti stærsta jeppann/sumarbústaðinn/villuna/konuna í Séð & Heyrt.

Ég leit í kringum mig en sá hvorki ljósmyndara né jakkaklædda útrásarvíkinga neins staðar þannig að ég bað um nánari útskýringu frá sætu stelpunni sem var að afgreiða mig.

Seðlagengi er sem sé hentigengi sem er alltaf ennþá lægra en venjulega gengið.  Nema ef þú ert að kaupa....þá er það nátturulega meira sem þú borgar fyrir að kaupa seðlana.

Ég bað í snarhasti um að fá seðlana mína til baka og fór heim með þá og stakk þeim undir koddann minn....aftur.

Mottó dagsins: Notið kort - annars rænir Seðlagengið peningunum ykkar!! Devil


mbl.is Lán mögulega áfram verðtryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ..  Segðu...... Manni er farið að líða eins og í ævintýrinu ..Nýju föt keisarans''  nema í þessu leikriti er klæðaburður keisarans í tísku hjá almúganum............  og við sem  sjáum augljósu, kulda-krumpuð-rúsínu-typpin, og vasabiljard sem hefur misst meiningu sína,,,,    .!... hm..

í óumflýjanlegri sjálfendurskoðun... með störu út í loftið...

í algerum minnihluta. og af þeim völdum getum við ekki einusinni bennt og hlegið, ...... 

Jú auðvitað þegar einginn sér til... enda grátbroslegt  

Gunnar H (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 03:44

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk

Sigurður Haraldsson, 17.6.2010 kl. 07:58

3 identicon

Skýringin á seðlagenginu (fékk þetta hjá bankastarfsmanni) er að bankinn þarf að kaupa þessa seðla og liggja með þá hjá sér þangað til þér þóknast að kaupa þá. Þeir eru að geyma þessa peninga vaxtalaust og vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Almenna gengið er notað þar sem ekki er um reiðufé að ræða en þar þarftu svo að borga kostnað.

Banani (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 10:04

4 Smámynd: Ingólfur Arnar Stangeland

...enda eiga alvöru peningamenn enga seðla þar sem seðlar bera enga vexti og kosta bara peninga 

Ingólfur Arnar Stangeland, 17.6.2010 kl. 10:44

5 identicon

Thad sem thú átt ad gera til thess ad losna vid sedlagengid er ad stofna erlendan galdeyrisreikning (SAENSKAR KRÓNUR) leggja svo thínar saensku krónur inn á hann.  Flytja thví naest saensku krónurnar yfir á íslenskan reikning á venjulegu gengi og taka svo út íslenskar krónur af theim reikningi. 

Gó Gó (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 13:21

6 Smámynd: Ingólfur Arnar Stangeland

Aaah... og svo stofnarðu skúffufyrirtæki í Uppsala eða Norrköping sem frændi þinn í Winnipeg í Kanada á og selur svo Gullfoss til....? :D

Ingólfur Arnar Stangeland, 26.7.2010 kl. 14:06

7 identicon

Nei...thetta gerir thú allt á klakanum.

Gó Gó (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Arnar Stangeland

Höfundur

Ingólfur Arnar Stangeland
Ingólfur Arnar Stangeland

Íslendingur og Svíi áður í útlegð í Stokkhólmi en nú í Reykjavík.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Laws
  • Laws
  • ...08773_set_a
  • Capture
  • Capture

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband