Færsluflokkur: Bloggar

Svíaríki en ekki Svíþjóð

 Myanmar, Burma, Rhodesia, Zimbabwe....hljómar kunnuglega, ekki satt?

Svíþjóð er afmarkað svæði í norðurhluta landsins, skv. því er hvorki Gautaborg, Malmö né Stokkhólmur í Svíþjóð.  Í Svíþjóð bjuggu Svearnir, Gautaborg er í Vestur-Gautlandi og Stokkhólmur í Austur-Gautlandi.  Malmö er svo nátturulega í Austur-Danmörku en það er önnur saga....

Svíþjóð hefur a.m.k. ekki verið notað af Svíum sem nafn á landinu síðan 1296, ef fréttamenn geta breytt úr Búrma yfir í Myanmar án þess að blikna ætti ekki að vera mikið mál að hætta að nota Svíþjóð og byrja að nota Svíaríki.

Ekkert hinna norðurlandanna notar Sviþjóð eða Svithjod í fréttaflutningi frá Svíaríki Grin

Var låg Svithjod?
Svithjod motsvarade troligen folklanden norr om Mälaren, nuvarande Uppland och delar av Västmanland. Svearna bodde i Svithjod. Byarna ingick i skeppslag. Skeppslagen styrdes från Husabyn eller Husbyn (kallades senare Kungsgården, och till husabyn sammankallades skeppslagens "hund" (100 man och fyra stridssnäckor från varje hundare) till ledung. På husabyn fanns en bryte, en sorts fogde som ansvarade för sitt område inför drotten/kungen. Brytarna kunde ha olika rang, t ex rodens bryte, jarls bryte, kungs bryte. Enligt Adam av Bremen skall man ha rest långväga för att närvara vid bloten vid Uppsala tempel.

När försvann Svithjod som begrepp?
Lagmannen i Tiundaland, Birger Persson till Finsta sammanställde med tolv medhjälpare lagarna från de tre folklanden, skrev Upplandslagen, vilken tingslystes år 1296. Då bildade Uppland en ny landsaga som ersatte folklanden. Möjligen blev då Svitjod undan för undan Svearike, som kanske under unionstiden börjar sägas på danska, Sverige.

http://www.svithoidtankers.com/swe/om_svithoid_tankers/namnet_svithoid/


The IKEA Spiral of Doom

Við fjölskyldan fórum í IKEA um daginn....

IKEA hér í Stokkhólmi er hannað þannig að þú tekur rúllustiga upp á topp og svo gangurðu niður í spíral þar sem þú labbar niður allar hæðirnar.

Tilfinningin er eins og að lenda í hringiðu sem sogar þig niður á við þangað til þú ert kominn niður á botn og þá er þér spýtt út um útganginn.

Ég missi yfirleitt lífsviljann c.a. hálfa leið í gegn og svo rekur mig viljalaust áfram þangað til að ég gríp hvað sem er til að reyna að halda í smá geðheilsu.  Skiptir ekki máli hvort það er klósettbursti eða lampi....hvað sem er dugar.

Ég kalla þetta:

logo
'The IKEA Spiral of Doom'....Resistance is futile.  You will buy....something.

Fer einhver í IKEA án þess að kaupa allaveganna eitthvað?

Tek það fram að meirihlutinn af húsgögnunum hjá okkur er nátturulega IKEA InLove


Maður með handtösku

Í dag var ég á gangi um Smáralindina, nýbúinn að lóðsa einn 3 ára og tvo táninga í Ævintýralandið og sá fram á 90 mínútur af friiiiið og ró og kannski einn Latte.

Þar sem ég gékk í hægðum mínum tók ég eftir því að fólk horfði útundan sér á mig með einhverjum skrýtnum svip.

Ég fór í huganum yfir tékklistann.....

Buxur (x)
Rennilás á buxunum renndur upp (x)
Skór (x)

...svo fattaði ég allt í einu....fólkið var að horfa á handtöskuna sem konan hafði sent mig með, innihaldandi skynsama hluti eins og banana, aukableyjur, asswipes, sólgleraugu og snuð (fyrir neyðartilfelli).

Sennilega er ekki algengt að Íslenskir karlmenn gangi um með stylish Longchamps töskur á arminum.  Sem frelsaður 'Småbarnspappa' hef ég hinsvegar tileinkað mér þetta og er kominn með tækni sem gerir mér kleift að halda karlmennskunni um leið....allaveganna einhverju af henni Grin

Galdurinn er hvernig þú heldur á töskunni, verður að vera valdsmannlegt og gefa í skyn að þú sért í raun aðeins að geyma hana fyrir 100% konu sem þú ert að fara að hitta handan við næsta horn.


Samtök manna með afbrigðilega stóra jeppa

Við fjölskyldan lentum í Keflavík í dag í skrepp til Íslands.  Keyrðum framhjá hópi manna í Hafnarfirði hjá IKEA sem virtust einungis eiga það sameiginlegt að jepparnir þeirra voru afbrigðilega stórir og litu helst út fyrir að vera á leiðinni upp á einhvern jökul.  Það og lopapeysur í ýmsum litum.

Hvað gera jeppamenn í þjóðfélagi þar sem *allir* eiga jeppa?

Kaupa ENNÞÁ STÆRRI JEPPA.....náttúrulega!! Cool

 Mmmm, Nóakropp og hangikjöt (ekki í sama munnbitanum).

.... engir Maltabitar til í Bónus frekar en síðast þegar við vorum hérna Crying


Mánudagur með Steve Ballmer

Setningarræðan á TechReady innihélt að sjálfsögðu Steve Ballmer, sem minnir oft meira á Televangelist en CEO.  "Heeeeall!!....Yeeeha yahoo!"

Virtualization & RODC session fyrir og eftir hádegi (ótrulegt hvernig 7000 manns ná að borða mat saman án þess að allt fari í hönk).

Í lok dags var síðan Mark Russinovich með level 400 yfirferð um 'Kernel improvements in Windows Server 2008', ef maður var ekki búinn að kaupa W2k8 fyrir þá er maður það a.m.k. núna.

...ok, gjörsamlega búinn á því núna eftir daginn...heilinn farinn í verkfall Sleeping


TechReady 6 í Seattle

TechReady6Flaug í gær til Seattle til að fara á TechReady 6, TechReady er innanhúss ráðstefna fyrir Microsoft starfsfólk sem er haldin tvisvar á ári.  Hún er á svipuðum nótum og IT Forum eða TechEd eru, aðal munurinn er að það eru mun fleiri frá Microsoft sem tala á henni, Bill Gates, Mark Russinovitch, Moon Majumdar og Nathan Muggli t.d. þetta árið  Ekki seinna vænna að sjá Bill Gates áður en hann hættir....

Allaveganna, fyrst var hoppað stutt til Köben og þaðan 10 tíma flug þar sem flogið var norður fyrir Ísland, yfir Grænland og niður í gegnum Kanada áður en lent var á vesturströnd USA í Seattle WA (Tacoma).

Þar tók síðan við músastigi með fólki í passatékki hjá Homeland Security (Keeping our borders open and our nation secure er sloganið þeirra).  Ég tók tímann á hversu lengi var verið að prósessa hvern og einn....30-60 sekúndur.  Því miður voru 70+fyrir framan mig í minni röð og bara einn að afgreiða :(

50 mínútum seinna var ég loks kominn í gegn og gat farið að sækja töskuna á færibandið og koma mér niður í bæ.  Ekki laust við að bútar úr nokkrum myndum (t.d. Sleppless in Seattle) hafi flogið í gegnum hugann þegar að við nálguðums, Seattle er með nokkuð sérstakan prófíl sem maður þekkir úr langri fjarlægð, svipað eins og New York áður en turnarnir tveir hurfu úr myndinni.

Það er 9 tíma tímamismunur frá Stokkhólmi til Seattle, þannig að við "græddum" 9 tíma og lentum tæknilega séð 1 tíma eftir að við lögðum af stað.  Sem betur fer lognaðist ég út um 8-leytið uppi á herbergi og náði að sofa aðeins til að stilla líkamsklukkuna.  Verður væntanlega verra leiðinni aftur heim þar sem við lendum þá í Stokkhólmi á Sunnudagsmorgninum næstu helgi...


Símtali svarað....10 árum seinna

8. janúar 2008, 10 árum eftir að hann hafði hringt í Microsoft Support, fékk Brian símhringingu frá okkur til að ganga úr skugga um að öll vandamál hefðu verið leyst.

Er svona langur biðlist eftir þjónustu hjá Microsoft?  Gamalt 2000-vandamál sem kom fram fyrst núna?

Einhver með hugmynd um hvað gerðist...?

Það kom í ljós að upprunalega símtalið frá Brian var frá 7. janúar 1998.  Fulltrúinn sem hafði hringt hafði síðan ætlað að hringja aftur í hann daginn eftir og tékka á stöðunni, en í staðinn fyrir að skrifa 010898 hefur hann væntanlega sett inn 010808.

Niðurstaðan? Málinu var fylgt eftir 10 árum seinna LoL


Oracle lagar 27 öryggisholur í ýmsum forritum

http://blogs.zdnet.com/security/?p=798

Á þetta eftir að koma á mbl.is undir 'Tölvur & Vísindi' sem frétt?....neii, varla miðað við vinnubrögðin þar.  Næsta skipti sem Microsoft lagar eitthvað mun það hinsvegar örugglega koma þar sem flennifyrirsögn með upphrópunarmerkjum.

Er ekki kominn tími til að viðurkenna að allur hugbúnaður er potentially gallaður, fyrirtæki sem eru ekki að laga hlutina eru þau sem þú ættir að setja spurningamerki við.

Minnir mig á sögu sem ég heyrði Steve Ballmer segja fyrir nokkrum árum þegar hann var í Stokkhólmi, hann var að fljúga eitthvað á fund sem endranær og gekk framhjá auglýsingaskilti frá Oracle þar sem stóð "Oracle - Unbreakable Linux".

 

....nema hvað að einhver var búinn að brjóta glerið! LoL


fýkur yfir hæðir

Veðurguðirnir komu úr jólafríi í nótt og minntu á raunverulegu ástæðuna fyrir því að hér vex ekkert sjálfviljugt hærra en 30 sentimetra krækiberjalyng.

...eða eins og einhver landnámsmaðurinn sagði (Snorri eða Davíð sennilega)  "Landið var skógi vaxið frá fjalli til fjöru....svo fauk það allt saman út á haf og sást ekki aftur fyrr en við stofnuðum skógræktina"


á köldum klaka

Við fjölskyldan erum á Íslandi núna yfir hátíðirnar, veðrið hér er mun kaldara í Svíþjóð en annars góð tilbreyting að fá hvít jól loksins.  Við verðum alltaf jafn gáttuð á hvað mikið af nýjum framkvæmdum er í gangi í hvert skipti sem við komum hingað.  Mætti endurskýra hluta borgarinnar Kranavík :)


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Arnar Stangeland

Höfundur

Ingólfur Arnar Stangeland
Ingólfur Arnar Stangeland

Íslendingur og Svíi áður í útlegð í Stokkhólmi en nú í Reykjavík.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Laws
  • Laws
  • ...08773_set_a
  • Capture
  • Capture

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband