Færsluflokkur: Bloggar

Um fávitastofnanir

Laws
 
Ríkið skal reka eitt aðalhæli fyrir fávita [Alþingi].
 
Hæli þetta skal vera í senn hjúkrunarhæli, uppeldis- og kennsluhæli og vinnuhæli [ekki er gerð krafa um viðveru eða vinnuframlag á vinnuhælinu]
 
Því skal skipt upp í hæfilega margar deildir [Efri Deild og Neðri deild]
...og skulu vistmenn vera valdir þannig í deildir [í óbeinum kosningum um lista byggða á baktjaldamakki]
...að sem samstæðastur hópur verði í hverri deild [svo að klikkuðu kunturnar verði ekki of margar í hvorri deild]
 
Heimilt skal að taka fávita til dagdvalar á aðalhælið, og fer þá um styrk til þeirra eins og um dagvistarheimili væri að ræða [þingfararstyrkur]
 
Ráðherra skipar hælinu forstöðumann [forseta Alþingis]

Munchenblús im November

...kominn aftur til sólarlandsins Bavariu á námskeið.  Á hótelinu er m.a. 30 rásir í sjónvarpinu.....

....þar af 29 á Þýsku InLove

Það jafnast fátt á við að eyða heilum degi í að lesa um UAC, LUA, DACL, SACL og aðrar bókstafanir í Windows og koma síðan upp á hótelherbergi um kvöldið og horfa á Freunde eða Ally McBain og skola því niður með Erdinger Weissbier und Brezels.

Reboot Tut Gut!  Wizard


My September 11 2001

On this particular day I was doing some consultant work at the now-defunct NATO military base in Keflavík Iceland setting up and configuring IT systems.  Although the base was officially designated a NATO base, in reality it was primarily a US venture - as long as the Soviets were considered a threat the base was also considered an essential part of the North Atlantic defense line (after all, the whole Glasnost thing and the decomissioning of the Soviet Union might have been a cunning Russian bluff to get NATO to lower its guard).

We arrived shortly before the 1st plane hit the north tower and started working as normal - it wasn't until the 2nd plane hit the south tower that we felt the atmosphere around the base sinking to subzero levels as the realization that this wasn't just a random accident sunk in.

When the 3rd plane hit the Pentagon all non-military personnel were ordered to leave the premises immediately and this caused a mass exodus of cars through the checkpoint gates - which in itself was a small autonomous logistic feat as there must have been at least a couple of thousand people inside the base at that time.

The feeling I took with me from the Keflavík base that day was that nobody knew the extent of what was happening and that people were angry at being helpless to act and terrified that there would be more to come.

Fear is a powerful motivator and its cousins are Anger and Terror - but if you allow Fear to control your society because of Anger then you have already lost the war and Terror has won.


Eikavík....

Í dag fékk ég staðfestingu á því að við erum búin að búa of lengi hér í Svíaríki....

Sonur minn 5 ára sem hefur aldrei búið á Íslandi lengur en 4 vikur í senn spurði mig eftirfarandi:

"Pabbi, hvar er Eikavík?"

Snáðinn var sem sé að meina Reykjavík en það varð Eikavík í Sænsk-Íslensku eyrunum hans.

Ouch! tölum við svona bjagað? Wink 


heiðarleg mistök óreyndra vs. spilling atvinnupólitíkusins

....þá kýs ég frekar þann óreynda þó að það sé ekki sami dúkkulísuglansinn á honum og atvinnupólitíkusunum, hann er a.m.k. ekki búinn að eyða hálfri ævinni í að kyssa rassa á leiðinni upp og skuldar engum neina pólitíska greiða.

Kosningaúrslitin voru skilaboð frá þeim sem höfðu fengið nóg - auðir og ógildir atkvæðaseðlar hafa aldrei verið virtir (mæli með tómum sætum á Alþingi fyrir það).


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það sem ekki má...

Í pólitík ber ávallt að hafa í huga eftirfarandi atriði:

- Ekki segja meira en þú þarft, hversu satt sem það er

- Ekki búast við að fréttamenn skilji kaldhæðni, þeir fá ekki borgað fyrir það.

- Vera ávallt í gulum pollagalla til að verjast stöðugu skítkasti lágkúrulegra pólitískra óvina sem munu einfaldlega aldrei fyrirgefa ykkur þá opinberu rasskellingu sem þið framkvæmduð á þeim.

- Hlusta á jákvæða gagnrýni og gefa skít í neikvæða.

Brussel er annars falleg borg....sérstaklega torgið með Mannequin le Piss.


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deyr þjóð, deyja þrætur...

Deyr þjóð, deyja þrætur

deyr sjálfið að sönnu

en orðstír illr

deyr aldregi,

hveim er sér glatað hefr

 

Deyr þjóð, deyja þrætur

deyr sjálfið án sátta

eg veit einn

að aldrei deyr,

harmur í manna minni


mbl.is Formlegar viðræður að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múmíukebab eða Ötzi?

Var ekki alveg viss um hvort þetta væri mynd af wrap af næsta Kebab-stað eða múmían Ötzi sem er í Bolzano í Ítalska hlutanum af Týról....

Mæli annars með því að koma við í Bolzano og á þessu safni ef maður er að keyra frá Austurríki til Ítalíu, bæði þar sem þetta er skemmtileg borg (Austurrísk fyrir fyrrir heimstyrjöld) og svo er líka mjög sérstakt að horfa á karlinn þó í gegnum glérbúr sé.


mbl.is Verðlaun fyrir múmíufund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrói Höttur og Seðlagengið

Sönn saga úr banka í dag:

- Hérna er ég með 7350 í sænskum krónum, geturðu skipt því fyrir mig í íslenskar krónur?

- Sjálfsagt, á genginu 15,977 verður það 117,430 íslenskar krónur.

- .....en kaupgengið á sænskum krónum er 16,34!??

- aha, já...en það er ekki notað ef við erum að kaupa seðla... þá notum við Seðlagengið! Wink

Ég hafði aldrei heyrt talað um neitt Seðlagengi áður og það fyrsta sem mér datt í hug voru einhverjir bíræfnir útrásarvíkingar sem hefðu stofnað gengi til að arðræna löglega þá fáu ferðalanga sem dirfðust að koma með skítugu seðlana sína í fínu bankana þeirra á meðan almenningur væri upptekinn við að lesa um hver ætti stærsta jeppann/sumarbústaðinn/villuna/konuna í Séð & Heyrt.

Ég leit í kringum mig en sá hvorki ljósmyndara né jakkaklædda útrásarvíkinga neins staðar þannig að ég bað um nánari útskýringu frá sætu stelpunni sem var að afgreiða mig.

Seðlagengi er sem sé hentigengi sem er alltaf ennþá lægra en venjulega gengið.  Nema ef þú ert að kaupa....þá er það nátturulega meira sem þú borgar fyrir að kaupa seðlana.

Ég bað í snarhasti um að fá seðlana mína til baka og fór heim með þá og stakk þeim undir koddann minn....aftur.

Mottó dagsins: Notið kort - annars rænir Seðlagengið peningunum ykkar!! Devil


mbl.is Lán mögulega áfram verðtryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Arnar Stangeland

Höfundur

Ingólfur Arnar Stangeland
Ingólfur Arnar Stangeland

Íslendingur og Svíi áður í útlegð í Stokkhólmi en nú í Reykjavík.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Laws
  • Laws
  • ...08773_set_a
  • Capture
  • Capture

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 729

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband